Arnar Þór Jónsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir

Um Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson er fæddur í Vestmannaeyjum 2. maí 1971. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og eiga þau fimm börn.

Arnar Þór lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, cand. jur. gráðu frá Háskóla Íslands 1997, LL.M. gráðu frá Cambridgeháskóla 2004 og diplómanámi í sálgæslu frá EHÍ 2020. Á fyrri stigum dvaldi Arnar auk þess tvisvar við skiptinám erlendis, þ.e. í Denver 1988-1989 og í Vínarborg 1996-1997.

Arnar er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur (2018-2021). Hann var áður kennari og fræðimaður við Háskólann í Reykjavík (2011-2018), lögmaður 2005-2011, settur héraðsdómari (2004-2005, 2014 og 2015), aðstoðarmaður hæstaréttardómara (2000-2004), lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu (1999-2000) og dómarafulltrúi (1997-1999).

Arnar ólst upp í Garðabæ og býr þar enn. Hann hefur gefið út tvær bækur og ritað tugi greina í blöð og tímarit um lög og lögfræði. Arnar var metinn hæfur sem dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2018. Hann varð hæstaréttarlögmaður 2011. Hann hefur átt sæti í fjölda úrskurðar- og stjórnsýslunefnda. Arnar var formaður starfsmenntunarsjóðs dómara (2016-2018), formaður siðanefndar Læknafélags Íslands frá 2018-2021, ritstjóri Tímarits Lögréttu (2014-2018) og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi. Hann hefur flutt fjölda erinda og fræðilegra fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis.

Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 18. júní 1974 en hún ólst upp í Garðabæ. Hrafnhildur og Arnar kynntust sumarið 1990. Á háskólaárunum bjuggu þau á Seltjarnarnesinu en hafa lengst af búið í Garðabæ. Þau hafa einnig búið í Vínarborg, Cambridge og á Akureyri. Aðalstarf Hrafnhildar hefur verið að hlúa að börnum, bæði sínum eigin og annarra. Hún hefur stofnað tvö fyrirtæki, unnið sem kennari, fyrirlesari og rithöfundur, en hún hefur samið yfir 10 bækur. Hrafnhildur hefur alla tíð tekið virkan þátt í ýmiskonar félagsstarfi og gegnt formennsku í mörgum félagasamtökum.

Menntun Hrafnhildar er margþætt. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1993, 8. stigi í ljóða- og óperusöng frá Söngskólanum í Reykjavík 1995, grunnskólakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1999 og diplómanámi í sálgæslu frá EHÍ 2020. Árið 2023 lauk Hrafnhildur framhaldsnámi í markþjálfun en hún hefur einnig menntað sig sem kennara í Stott Pilates (2005), Hatha Yoga (2009) og Yoga Nidra (2016). Hrafnhildur stundaði nám í náttúrulækningum hjá Heilsumeistaraskólanum á árunum 2011-2013.

Hrafnhildur var eigandi Jafnvægis heilsuræktar í Garðabæ í tæp 10 ár og bauð samhliða upp á tónlistarnámskeiðið Með á nótunum. Hún er nú annar eigandi fyrirtækisins Hugarfrelsi sem hefur verið starfrækt frá árinu 2013.

Ég kýs Arnar Þór borði

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að bæta við "Ég kýs Arnar Þór fyrir land og þjóð" borða á Facebook profile myndina þína.

Leiðbeiningar:
- Smella á hnappinn hér að neðan
- Velja "choose photo"
- Velja "download photo"
- Velja aftur "download photo"
- Smella þá á myndina sjálfa sem á núna að vera með rammanum og haldið inni, eða hægrismellið á myndina ef verið er að setja rammann upp á tölvu. Þá fáið þið upp nokkra valkosti og einn þeirra er að vista myndina í snjalltækinu eða á tölvunni.

Ég kýs Arnar Þór borði