Fyrir land og þjóð
Frjáls framlög: Reikningur 0133-26-017156 I Kennitala: 590224-0490
„Það er kominn tími til að við rísum upp og látum þjóðarröddina óma."
Framboð
Framboð
Takk fyrir að heimsækja vefsíðuna mína. Ég býð mig fram vegna þess að ég hef áhyggjur af hvert stefnir í íslensku samfélagi og ég er sannfærður um að embætti forseta Íslands geti skipt miklu máli til þess að færa margt af því til betri vegar.
Ég hef að undanförnu oft verið spurður hvort áherslur mínar um lýðræðið, lýðveldið og sjálfstæðið eigi ekki betur heima í einhverskonar framboði á hinum pólitíska vettvangi. Ég svara því hiklaust neitandi. Það er einmitt hlutverk forseta Íslands að standa vörð um þessi fjöregg þjóðarinnar þegar ógn steðjar að þeim. Á Bessastöðum er stærsti ræðustóll þjóðarinnar og hann er ekki bara upp á punt.
Um Arnar Þór
Arnar Þór Jónsson er fæddur í Vestmannaeyjum 2. maí 1971. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og eiga þau fimm börn. Þau eru Kári Þór, f. 1997, Óttar Egill, f. 2001, Ásdís, f. 2004, Theódór Snorri, f. 2007 og loks Sigrún Linda, f. 2012.
Fjöldskyldan er búsett í Garðabæ þar sem þau hjónin slitu bæði barnsskónum. Arnar Þór lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands og LL.M. gráðu frá Cambridgeháskóla. Arnar Þór hefur einnig lokið diplómanámi í sálgæslu. Hann er starfandi hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur setið á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og einnig starfað sem kennari og fræðimaður við Háskólann í Reykjavík um árabil. Á fyrri stigum starfsferils síns var hann m.a. aðstoðarmaður hæstaréttardómara, dómarafulltrúi og lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.
Um Arnar Þór
Fréttir
Viðtöl / Hlaðvörp
Algengar spurningar
Greinar
Fullveldið, forsetinn og bókun 35
...gef ég hér með það afdráttarlausa loforð að ég muni, lögum samkvæmt, vísa þessu framsali á fullveldi okkar til þjóðarinnar.
Varhugaverð vatnaskil
Alvarleiki málsins mælist í því að frumvarpið um bókun 35 brýtur gegn stjórnarskrá lýðveldisins nr. 33/1944.
Sjálfstætt fólk, sjálfstæð þjóð
Meginástæða þess að ég gef kost á mér til að gegna embætti forseta Íslands er sú að ég tel ógnir steðja að okkar dýrmæta lýðveldi.